Miðjan og til vinstri; fátækt/velsæld

Þriðja leiðin

sem pólitískur valkostur vísar til orðræðu sem er upprunnin að mestu í Bretlandi.  Anthony Giddens (fv. rektor London School og Econmics 1997-2003) er manna mikilvirkastur við að þróa hugtakið og koma því á framfæri í bókum sínum og fyrirlestrum.  Um hann er auðvelt að fræðast á Wikipedia; http://en.wikipedia.org/wiki/Anthony_Giddens

Valkostur hinna breiðu miðju og til vinstri; sennilega mundum við geta talað um þennan völl sem FÉLAGSHYGGJU eftir hefðbundnum íslenskum viðmiðunum.

Í miðri umræðunni um fátækt barna er mikilvægt að velta fyrir sér hvort til séu pólitísk svör

við þessum veruleika -- án þess að þau væru endilega ávísun á einhverja tegund afturhvarfs til fortíðar.   Við þurfum auðvitað sköpun og svör sem passa við umhverfið - og geta leiðrétt kúrsinn.

Giddens og félagar hans hafa í nokkrum bókum (The New Egalitarianism og The Progressive Manifesto - AUK BÓKARINNAR  The Third Way) 

skapað áhugaverðar forsendur fyrir því að miðjan og vinstri félagshyggja eða jafnaðarmenn endurskilgreindu svör sín í grundvallaratriðum.   Tímar eru gerbreyttir; stéttastjórnmál heyra sögunni til, fjölmiðlun nútímans er áður óþekkt, markaðsvæðing margra sviði þjóðlífs er raunveruleiki og heildargeta efnahagslífs Vesturlanda og auðvitað heimsins alls hefur sprungið út. 

Hnattvæðing nútímans er staðreynd - með sínum margvíslegu gerbreytingum.  Við komumst heldur ekki hjá því hér á Íslandi að taka mið af slíkum veruleika.

Pólitíkin á Íslandi hefur brugðist í því að endurnýja sig fram að þessu.  Ég ætla Samfylkingunni ennþá leiðandi hlutverk í þeirri nauðsynlegri endursköpun

- lít enda svo á að Samfylkingin hafi verið stofnuð til þess að leiða okkur inn í nýja tíma.  Þar sem Sovétið var fallið og Kaldstríðið að baki.  Þar sem fátæktin átti að vera orðin víkjandi stærð  - og þar sem möguleikar íslenskra fyrirtækja í alþjóðlegu samhengi blasa við.  Þá var óþarft að samþykkja skiptingu þjóðarinnar  - og einkum kjósenda í "með og á móti" - þessu eða hinu. 

Davíð og Halldór ríktu í sínum flokkum með orðræðu - valdbeitingarstjórnmála - þeir ríktu einnig yfir stjórnmálum allt of lengi.   Þöggunarstefnan  var allsráðandi og bann við skapandi orðræðu virðist hafa verið afar djúpstætt.  Össur og Steingrímur J  studdu þá hina með því að hafa ekkert upp á bjóða annað en gamldags Morfís-æfingar og hanaslag - skreyttan klisjum.  Oftar en góðu hófi gegnir hefur skemmtanargildi "áfloganna" og "kappræðunnnar" stigið þeim ÖS og SJS til höfuðs - og borið vitræna sköpun ofurliði.  Sama er að segja af allt of mörgum fleiri stjórnálamönnum - ekki síst úr stjórnarandstöðunni.

Steingrímur J sveikst að sameiningardraumi miðju og til vinstri félagshyggju - og stútaði heildarsameiningu allra vinstri mann.   Það var sennilega bara gott út af fyrir sig þó það sé auðvitað sárt að sjá hvernig hann og félagar stóðu að verki - eins og lesa má m.a. hjá Margréit Frím.)

Flokkakerfið íslenska er kannski í raunverulegu uppnám - einmitt núna:  Við höfum vísbendi.

  1. Aldraðir hugleiða framboð - af því að réttur þeirra til þátttöku í ríkidæmi þjóðrinnar er svívirtur

  2. Framtíðarlandið hugar að framboði af því að VG hefur "stolið" andstöðunni við náttúruspjöll - og Samfylkingin virðist ekki hafa náð að skilgreina "sitt framtíðarland" með trúverðugum hætti.

  3. Útlendinga-umræðan fer í fum og fár þegar öfgasinnuð sjónarmið skjótast inn á sviðið - í gegn um Frjálslyndaflokkinn.  Enginn sinnti því fram að því að móta raunverulegu heildarsýn á málið - og stjórnvöld misbeittu sér til að opna fyrir undirboðin á Kárahnjúkasvæðinu

  4. Hægri stjórnin gerir kröfur um stórfellda upptöku eignarlands - í gegn um "þjóflendukröfurnar" sem felur þá í sér gjörninga sem eru næstum á pari við "fordæmdan Múgabe" í Afríku.  SAMA STJÓRNVALD EINKAVÆÐIR FISKINN Í SJÓNUM, SÍMANN OG RAFMAGNIÐ - OG HÓTAR AÐ SELJA RÚV.

  5. Fátækt er afneitað og ráðist á fólk sem bendir á staðreyndir og  þróun  - með gamalkunnugri "smjörklípuaðferð"  þegar miklu auðveldara væri að takast á við málið - og leita samstöðu um áfanga til úrbóta.  

Hér skortir heildstæð pólitísk svör.   Ingibjörg þarf að kalla öflugt fólk til starfa - annars verður Samfylkinunni ekki bjargað í gegn um næstu kosningar  og ISG mun ekki leiða ríkisstjórn.  Það er búið að segja A - og nú þarf að segja B.  

Össur og fleiri nánir samverkamenn í þingflokknum - hafa fengið færi á að skilgreina hvort þeir ætla að vera með inn í nútímann og til þessarrar endurnýjuna.  Þeir fengu næstum einróma ofanígjöf frá framlínufólki flokksins  á Reykjanesbæjarfundinum

Við flokksmennirnir höfum kallað skýrt eftir því að formaðurinn fái svigrúm til að leggja upp forystu sína.   Nú er þannig tíminn Ingibjörg. 

Við erum tilbúin!

Við þurfum auðvitað heilmikið að læra - og mennta okkur og upplýsa um leið sem flesta kjósendur

góð byrjun væri að skoða hvað  afkastafólk í öðrum löndum hefur verið að sýsla og skoða um leið hvernig mikilvægir samanburðarmælikvrðar (t. OECD) eru að mæla.  Sama þó "dýralæknirinn" Árni Matthiessen fjármálaráðherra gefi lítið fyrir útreikninga OECD og efist um fræði háskólamanna .

(Gaman að minnast á það að Framsóknarflokkur Steingríms og Halldórs - og BSRB Ögmundar þefaði aðeins að þriðjuleiðarpólitík Giddens í árdaga - en ákvað að hún væri ekkert fyrir þá.  Gott fyrir okkur í Samfylkingunni.)

Nokkrar nýlegar bækur Giddens (fást á www.amazon.com);

  • Giddens, Anthony (1998) The Third Way. The Renewal of Social Democracy. Cambridge : Polity Press.
  • Giddens, Anthony (1999) Runaway World: How Globalization is Reshaping Our Lives. London : Profile.
  • Hutton, Will & Giddens, Anthony (Eds.) (2000) On The Edge. Living with Global Capitalism. London : Vintage.
  • Giddens, Anthony (2000) The Third Way and Its Critics. Cambridge : Polity Press.
  • Giddens, Anthony (2000) Runaway World. London : Routledge.
  • Giddens, Anthony (2001) Sociology. Cambridge : Polity Press.
  • Giddens, Anthony (Ed.) (2001) The Global Third Way Debate. Cambridge : Polity Press.
  • Giddens, Anthony (2002) Where Now for New Labour? Cambridge : Polity Press.
  • Giddens, Anthony (Ed.) (2003) The Progressive Manifesto. New Ideas for the Centre-Left. Cambridge : Polity Press.
  • Giddens, Anthony (Ed.) (2005) The New Egalitarianism Cambridge : Polity Press.