Lífeyrissjóðakerfið er ósjálfbært; - er stærsta

 

Lífeyrissjóðakerfið er ekki sjálfbært – og getur ekki staðið undir viðunandi lífeyri almennings að óbreyttu.  (18.07.2013)

Afkoma

     

2002

2003

2004

2005

2006

2007

2008

2009

2010

2011

3,5% vm.

-6,5

7,8

6,9

9,7

6,7

-3

-25,5

-3,2

-0,8

-1

3,8

-5,1

raun

-3

11,3

10,4

13,2

10,2

0,5

-22

0,3

2,7

2,5

7,3

33,4

Heimild; Viðskiptablaðið 18.júlí 2013

 

·        Afkoma sjóðanna þetta tímabil er 33,4% yfir tímabilið - eða 5,1% undir þeim 3,5% viðmiðunarmörkum sem unnið er útfrá.

·        Uppsafnað tap lífeyrissjóðanna á hlutabréfum og skuldabréfum er amk. 10% fyrir tímabilið 2002-2012.

·        Afkoma af ríkisbréfum/íbúðabréfum er á bilinu 3,8-4% árlega -  eða að lágmarki 42%  uppsafnað yfir tímabilið.

·        Lífeyrisþegar fá ekki greiddan viðunandi lífeyri við starfslok -  og endurteknar skerðingar sjóðanna hafa ekki jafnað fyrirséðan halla.

·        Lífeyrissjóðirnir éta peninga launamanna og sóa verðmætum.

·        Kerfið er ekki sjálfbært og fráleitt að hækka skylduaðildargreiðslur í 18% og hvað þá 20% -  slíkt mundi að líkindum einungis hraða verðmætasóun.

·        Það má ekki draga það lengur að umbreyta kerfinu;  loka núverandi sjóðum og "selja ríkinu" - sem greiðir í staðinn fyrir með verðtryggingu endurmetinna réttinda allra sjóðfélaga.

·        Stofna í staðinn EINN LÍFEYRISSJÓÐ FYRIR ALLA LANDSMENN sem byrggir á gegnumstreymi:   helminga iðgjaldagreiðslur (7-9%) og fela sameignarsjóðnum að greiða öllum sama lágmarkslífeyri.

·        Með því væri um leið opnað á að launamenn ráðstafi 5-10% (núverandi iðgjaldahluta) inn á séreignarlífeyrisreikning - skattfrjálst – en skilyrt við að séreign verði bundin "áhættulitlum" ríkisbréfum eða sértryggðum skuldabréfum skv. nánara eftirlitsramma. (Eða velji að taka út í formi launahækkunar til skemmri tíma -  meðan kerfisbreytingin gengur yfir.)

·        "Séreign í eigin íbúð" - verði varin sérstaklega með takmörkunum á rétti veðhafa til að ganga að eign umfram lánsfjárhæðir - nema sviksemi hafi spillt veðstöðu aðilans.

·        Núverandi sjóðsöfnun (með ríkisábyrgð) sköluð niður -  og greiddar niður skuldir ríkissjóðs - "skyldusparnaðr lagður á sjóðinn" til að fjármagna "not-for-profit-húsnæðiskerfi" . .

 

Benedikt Sigurðarson 18.07.2013