Laxárdeilan - Miðkvíslarstíflan sprengd

 

Laxárdeilan stóð í meginatriðum frá árunum 1968 og til 1974.  

Deilan snerist um áform Laxárvirkjunar/Akureyrarbæjar um gríðarlega mikla vatnaflutninga frá Skjálfandafljóti við Hrafnabjörg  - í gegn um Suðurá og Svartá/Svartárvatn - um Kráká og farvegi að Mývatni og Laxá. 

Gert var ráð fyrir virkjunum þessa vatns á 3-4 stöðum - - með miðlunarlónum sem þöktu Sellönd og vestur um Mývatnsheiði og risastíflu í Laxárgljúfri við Brúar.   Hugmyndir voru jafnvel uppi um vatnsfarveg gegn um Kráká og Mývatn og Sandvatn-ytra og virkjun niður í Hólkotsgil.

Mikivægur hluti deilunnar snerist um yfirgang framkvæmdaaðila - - og leyndarhyggju - þar sem gögn voru falin fyrir hagsmunaðilum og almenningi - og "heimamenn" og landeigendur ekki virtir viðlist - til samráðs eða samninga - - fyrr en andóf Þingeyinga fann sér farvegi . . með stofnun Héraðsnefndar þingeyinga, Samtaka um verndur Laxár og Mývatns og Landeigendafélags Laxár og Mývatns.

Miðkvíslarsprenging 

25. ágúst eru liðin 40 ár frá því að Þingeyingar gripu til verkfæra og sprengiefnis og fjarlægði stíflu í Miðkvísl Laxár - við útrennsli ú Mývatni.

Dýnamít þurfti til að fella stífluna - - sem menn höfðu haldið að væri einungis jarðvegsstífla.

Næstu dagana mun ég verja öllum lausum tíma mínum til að rifja upp Laxárdeiluna og leggja að mörkum eftir getu til að miðla nútímanum sönnum fregnum af umgjörð og atburðum áranna 1968-1974.

Laxárdeilunni er kannski ekki lokið  - í þeim skilningi að þau meginsjónarmið sem tókust á eru enn á öndverðum meiði - - og kristalla að sumu leyti það rof sem er í samfélagi okkar EFTIR HRUN . . .

.  . . . Laxárdeilan á erindi við nútímann . . . og frumkvöðlar og forgöngumenn verðskulda að við sýnum minningu þeirra og framlagi til umhverfisverndar og baráttu fyrir réttinum til borgaralegs andófs - fullan sóma.