KEA hefur ítrekað óskað eftir samstarfi opinberra aðila

Akureyrarflugvöllur: 

Til staðfestingar á því að Sturla Böðvarsson var ekki fyrst í gær að frétta af lengingarþörf og áhuga heimamanna á að skoða flýtifjármögnun verkefnisins: 

Forráðamenn KEA hafa fundað margsinnis á umliðnum árum með Alþingismönnum kjördæmisins og einstökum ráðherrum - ásamt með t.d. stjórn Eyþings 

Auk þess má minna á að Alþingismenn NA-kjördæmis hafa ítrekað fengið erindi frá KEA og óskir um samstarf við að skapa forsendur fyrir því að KEA og aðrir öflugir aðilar í viðskiptalífinu og á vettvangi sveitarstjórna gætu látið til sín taka  - við lengingu flugbrautarinnar (sbr. Skýrslur RHA/NTF og KEA) og við gerð Vaðlaheiðarganga  - auk þess sem margvísleg uppbygging verkefna og staðsetning ríkisstofnana á Akureyri og nærsvæði  hefur verið sett á dagskrá. 

Hafa KEA menn fengið góðar undirtektir?   Hm,, nja.. ekki kannski alveg og allra síst frá þeim Alþingismönnum sem þessa dagana klifra hvað tíðast upp í ræðustólinn og þykjast alltaf hafa verið að vinna að framfaramálum okkar hér. Rétt er að segja líka að í kring um stjórnmálamennina og kerfisliðið í ráðuneytunum er ótrúlegur hernaður gegn öllum hugmyndum og tilburðum til að endurstaðsetja verkefni ríkisins utan Reykjavíkur – sá hernaður gengur fram úr öllu hófi og beinist jafnvel gegn fagfólki innan einstakra stofnana  - um leið og umræðu af hálfu okkar málshefjenda er drepið á dreif. 

          Já Kristján Þór  er bara kominn í flug-gírinn – ekki seinna vænna.  Lengi vel fór lítið fyrir undirtektum af hálfu bæjaryfirvalda á Akureyri við frumkvæði KEA ; og Arnbjörg Sveinsdóttir farin að lofa Vaðlaheiðargöngum (það er ekki langt síðan hún margsagði í útvarpi allra landsmanna að þau væru ekkert á næsta leyti – annað gengi fyrir).  

 

Eigum við ekki að einhenda okkur í að sækja fjármögnun og fulla þátttöku ríkissjóðs við uppbyggingu flugbrautar við uppsetningu fullkominna lendingartækja og ekki síður við uppbygginu á þjónustuaðstöðu og markaðssetningu?   Er þetta ekki málið?   Hvar í flokki sem við stöndum:    

Fór inn á Alþingisvefinn til að rifja upp: 132. löggjafarþing — 95. fundur,  29. mar. 2006.

Lenging flugbrautarinnar á Akureyri.519. mál [13:02]  

Bjarkey Gunnarsdóttir: Frú forseti. Hjá Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri var unnið verkefnið millilandaflug frá Norður- og Austurlandi til áfangastaða í Evrópu. Í skýrslunni kemur fram að Akureyrarflugvöllur sé vannýttur og nauðsynlegt að lengja hann til að skapa forsendur fyrir aukinni nýtingu. Njáll Trausti Friðbertsson, viðskiptafræðingur og flugumferðarstjóri, hafði umsjón með verkefninu og hann segir, með leyfi forseta:„Akureyrarflugvöllur fullnægir öllum helstu kröfum flugrekstraraðila öðrum en flugbrautarlengd. Með því að lengja völlinn í 2.400 metra munu fleiri tegundir flugvéla geta notað hann og um leið yrði völlurinn hentugri fyrir lággjaldaflugfélög.“ Í samgönguáætlun 2005–2008 er ekki gert ráð fyrir lengingu Akureyrarflugvallar, heldur einungis að gerð verði könnun fyrir þörf á lengingu flugbrautarinnar, ásamt fyrstu kostnaðaráætlun. Njáll segir einnig, með leyfi forseta:„Lenging Akureyrarflugvallar um 460 metra er forsenda þess að hægt sé að hefja arðvænlegt millilandaflug til og frá Akureyri. Lengingin kostar 300 til 350 milljónir króna, svipað og tíu til fimmtán kílómetra langur vegarspotti.“ Kaupfélag Eyfirðinga kostaði rannsóknarverkefnið og sagði Andri Teitsson, þáverandi framkvæmdastjóri KEA, með leyfi forseta, að félagið væri tilbúið að leggja fram umtalsverða fjármuni svo að hægt yrði að ráðast í lengingu flugbrautarinnar sem fyrst. „Við stefnum á að ræða við samgönguyfirvöld og þá fyrst kemur í ljós hvort hægt er að flýta framkvæmdum og hversu mikla fjármuni KEA er tilbúið að leggja í verkefnið,“ sagði Andri