Kastljós kvöldsins

 

Árni Páll snýr öllu á haus . .

. . (og er orðinn efnahagsvandamál í sjálfu sér - - með innihaldslausu blaðri um lagasetningar hér og þar og mismunun aðila)

Árna Páli finnst sem sagt "sanngjarnt" - - að skuldsettur almenningur borgi fyrir eignamyndun einhverra væntanlegra lífeyrisþega - með því að greiða stökkbreyttar afborganir verðtryggðra lána og viðhalda þannig því eina sem eftir er ...af hagnaði bóluhagkerfisins - í höndum fárra betur settra - - - ?

Mér finnst þessi röksemd úr munni ráðherra jafnaðarmannaflokksins sorglega öfugsnúin - ekki síst af því að formaður flokksins og forsætisráðherra  J'ohanna Sigurðardóttir átti virka aðild að ákvörðun sem handstýrði þeirri stökkbreytingu á verðtryggðum skuldum almennings sem nú skapa vanda . . .

 . . . . .með því að neyðarlögin aftengdu leiðréttingarmekanismana sem hrunið hafði til fella eignaverð - með langtum of örlátri innistæðutryggingu umfram lágmörk - til að bjarga eignum ríka fólksins . . - og með því að aftengja ekki eða frysta vístölur lánasamninga við eldri gildi . . . meðan það var auðvelt og borðleggjandi aðgerð á október-nóvemberdögum eftir-Hrunsins 2008


. . . Samfylkingin sat í ríkisstjórn Geirs Haarde - - Jóhanna (og Össur) ber mesta ábyrgð þeirra sem nú eru á sviði - á þessum stórfelldu mistökum sem felast í mismunun á milli fjármagnseigenda annars vegar og lántakenda hins vegar .

 . . JÓHANNA skuldar því nútíð og framtíð - umfram flesta - etv. alla aðra sem enn eru á vettvangi stjórnmála og viðskipta - - að snúið sé ofan af þessum vanda og efnahagskerfið leyst úr þeim lás sem ónýtur efnahagur heimilanna og fyrirtækjanna - og ofþung skuldabyrði er . .

Mál til komið að Jóhanna viðurkenni ábyrgð sína - - komi fram og biðjist afsökunar á mistökum og misgerðum sem í þessu fólust gagnvart öllum venjulegum íslenskum fjölskyldum . . sem gerðu áætlanir í góðri trú . . .


. . . að láta eins og fjármálakerfið eigi bara að gera þetta sjálft - - með næstum þeirri sömu áhöfn sem áður leiddi yfir okkur hrunið - - er pólitískt ábyrgðarleysi . .

 Stjórnvöld eiga þvert á móti að veita hér jákvæða forystu - - og beita íhlutandi aðgerðum með beinni lagasetningu . . . þar sem "endurstilling" vísitölunnar flytur væntan hagnað til baka frá fjármagnseigendum . . .

- og auðvitað þarf sértækar lausnir fyrir einhvern hóflegan fjölda fólks sem býr við allar forsendur hrundar . . en slíkt má ekki vísa mörg þúsundum á . . það er einfaldlega ekki tæknilega viðráðanlegt eða siðferðilega ásættanlegt undir vinstri stjórn

. . . og auðvitað þarf að stilla af vaxtabætur og húsnæðisbætur og beita brattri skattlagningu meðfram auðlegðarskattinum til að ná til þeirra sem voru að gambla með skuldsetningu húsnæðis en eiga eignir upp á tugi eða hundruð milljóna . . .


. . stóra, stóra málið er hins vegar að það þarf nægilega róttæka leiðréttingu - með niðurfærslu veðsetningar á íbúðum landsmanna þannig að allur fjöldinn sem var hóflega skuldsettur fyrir Hrun geti sjálfur klárað sín mál - - með léttari afborgunum - - eða ef menn hafa hrunið í tekjum þá með því að selja sig frá of þungri byrði . . og svo þarf fólk einfaldlega að geta selt - -

- í skýrslu reiknimeistara segir að það kosti 240 milljarða tilflutning  fjármuna á 25 árum að lækka vexti - - nefnd eru 3% . . . slíkt skilar sér ekki til einstaklinganna fyrr en á 25 árum - - og hefur engin lækkunaráhrif á veðstöðu og er því ekki markaðshvetjandi á neinn hátt nema á löngum tíma . .  . .þarf hins vegar að bókfæra með niðurfærslu eigna í fjármálakerfinu strax . .

jafngild leiðrétting með niðurfærslu á höfuðstól - með tilflutningi um ca 240 milljarða frá fjármálakerfinu er 23-24% leiðrétting . . .sem á hinn bóginn skilar sér strax til lántakenda - - veitir líkelga nærri 27 þúsund fjölskyldum frelsi með því að veðstaða eigna þeirra færis niður fyrir þau mörk sem gerir þær óseljanlegar . . . og léttir greiðslubyrði allra þannig að neytendahagkerfið fær innspýtingu sem þarf til að starta hagvexti, veita vinnu og veltu til að standa undir fjárfestingum og tekjuöflun ríkisins - - og greiðslum í lífeyrissjóði - - nægileg til að draga verulega úr landflóttanum  . .

félagi minn sem starfið í bankakerfinu fullyrðir að ekki munu koma fram nein niðurfærsla á efnahag bankanna við allt að 25% leiðréttingu lána - - vegna þess að lánasafn heimilanna hefur þegar verið skrifað niður um meira en 400 milljarða - - lífeyrissjóðir þyrftu að skila til baka hluta af bókfærðum væntingum . . . -  en fengju í staðinn aðgag að tryggari tekjugrunni með umtalsvert fleiri greiðendum til lengri tíma - - í hagvexti verulega fjölmennari og öflugri þjóðar . .


. . . . nú stefnir sem sagt  allt í að reynt verði að reikna sig inn á að binda fólk í sömu eignum jafnvel í 25 ár - - ef vaxtalækkun ætti að skila sér til venjulegrar fjölskyldu sem tók 80% lán á tímabilinu eftir 2003 . . . og þvinga menn inn í einstalingsbundin úrræði sem munu eingöngu festa fólk í skuldafangelsum greiðsluaðlögunar eða sértækrar skuldaaðlögunar - og framundan kann að vera enn verri niðurlæging gjaldþrota og eilífrar útskúfunar . . .

. . . "Skuldafangelsi í boði Samfylkingarinnar og Vinstri grænna er að mínu mati miklu, miklu verra í nútíma - - en niðurlæging fátækra-löggjafar fyrir tíma og yfirgangur landsherra og gróssera kreppuáranna - - - þá vissu menn einfaldlega ekki betur . . . .  .en því vildu verkalýðshreyfing og siðmenntuð stjórnmálaöfl breyta og tókst það nokkuð vel - - í áratugi . .

Það er satt að segja eins og við getum ekkert lært . . .