Kaffibandalag dauðans

Félagi minn er alveg viss um að "Kaffibandalagið" feli dauðann í sér.

engum dettir reyndar í hug að Frjálslyndi flokkurinn verði stjórntækur - með allan þennan fjandsamlega rasisma - og aðgreiningarhyggju.

Sérframboð Steingríms J verður ekkert mikið auðveldara að vinna með - þar er einstefna og einræða SJS ráðandi í öllu.   Það veit sennilega enginn fyrir víst hvað sá hópur vill í raun og veru.   Og þá skiptir öllu að Samfylkingin hafi stærðarmun á sérframboðið.

Falli ríkisstjórnin er alveg sjálfgefið að fulltrúar stjórnarandstöðunnar tali saman og þreifi á landslaginu - en það er alveg jafn sjálfgefið að það á ekki að koma til mála að mynda ríkisstjórn um það eitt að "hafa fellt þá sitjandi."

Ef Framsókn verður flokkur eftir kosningar þá kann að vera áhugavert að kanna hvort sjónarmið Valgerðar Sverrisdóttur og Jóns Sigurðssonar - verða einráð - þ.e. um að flokkurinn hengi sig varanlega á Sjálfstæðisflokkinn.

R-lista munstur er sjálfsagt ekki svo galið - en við skulum líka muna að Sérframboð Steingríms (VG) slátraði R-listanum - og leiddi þannig Vilhjálm og Björn INga til valda í Reykjavík.

Sérframboð Steingríms J - þvingaði Ingibjörgu Sólrúnu út úr stóli borgarstjóra - og það voru líka fulltrúar VG sem tóku að sér að kveða upp sérstakan dóm yfir Þórólfi Árnasyni - einum allra í Olíusamráðsmálinu.

Skrítnar skepnur í sérframboði Steingríms J

og ekki mun ég fýsa þess að gefa þeim óskilyrta lykilstöðu.

--------------------

--------------------

Hagsmunir barnafjölskyldna og barna

eru að mínu mati fyrir borð bornir í stjórnmálum dagsins.  Hluti af þessum hagsmunum fékk athygli í sveitarstjórnarkosningum á síðasta ári - að því er varðar kostnað af íþróttum og listum til viðbótar skóladeginum.  

Skólagjöld í leikskólum  hafa líka greinilega gengið sér til húðar og það styttist í að slíkt verði aflagt.  

Ókeypis hádegisverður í grunnskóla sem sveitarstjórnin í Vogunum innleiddi er athyglisverð tilraun til að koma til móts við hagsmuni allra barna.   

Frístundakort og sérstakur stuðningur við fjölskyldur vegna íþrótta og listnáms barnanna er mikilvægur.  Hins vegar er það mitt mat að tími sé kominn til að endurskoða þjónustu-framboð leikskóla og grunnskóla - með það að markmiði að mæta breyttum þörfum og veruleika.

Skatta burt af barnavörum

Það er algert rugl að skattleggja bleyjur og barnaföt  - rétt eins og hvern annan óþarfa.

Það er líka rugl að lækka tolla og skatta á gosi, sykruðum djúsum og kexi - og sælgæti.   Það er endemisvitleysa að nota ekki skatta og vörugjöld til að beina neyslu frá óhollum og jafnvel hættulegum vöruflokkum og yfir á vörur sem eru eftirsóknarverðar fyrir heilsu og framtíðarheill okkar allra.

Tökum til í sykur og fituneyslunni - og segjum kexi og gosi stríða á hendur - niður með franskar og skyndibita í olíubaði.

Almennilegan skólamat fyrir öll börn  - og göngum eftir því að allir verði með.

Listnámið og íþróttirnar og aðra árangurmiðaða tómstund - inn í skólana - fyrir alla  - og gjaldfrítt. 

Sparkvallarátak KSÍ (á kostnað almennings) beindist að því að byggja upp skólavelli.  Frábært mál - og þarf að fylgja eftir.   Lækjarskólinn í Hafnarfirði - sem og skólarnir í Reykjanesbæ - bjóða upp á aðstöðu fyrir alla kennslu - öfuggt við það sem tíðkast á Akureyri - þar sem íþróttir og/eða  sund þarf að sækja langa leið frá sumum skólum.

Tökum íþróttafélögin til samstarfs um lausnir - en það eru stjórnendur og skrifstofufólk á fullum launum í grunn og framhaldsskólum - og á ekki að þurfa að stofna sérstakan kostnað utan um þessi mál.

Viljinn og vitið - hugkvæmni og kjarkur er það sem þarf.

--------------------------------

Yess.............