Jón og Kristinn

Jón Sigurðsson gengur í lið með Kristni Gunnarssyni

Það vakti athygli mína að um leið og Jón Sigurðsson gekk gegn stefnu og ákvörðunum fyrrverand formanns Framsóknar;  - talaði um mistök og rangar ákvarðanir - þá var Kristinn Gunnarsson enn i skammarkróknum.   Kristinn hefur tekið undir með venjulegu Framsóknarfólki og heilbrigðum Íslendingum í öllum flokkum - og gagnrýnt Halldór og Davíð fyrir gerræði og skaðlegar afleiðingar þess að hengja Ísland í tagl Georgs W og Rumsfelds.

Kristinn sagði líka,, of lítið of seint" eða eitthvað í þá veruna.

Er það ekki alveg ljóst að þingflokkur Framsóknarflokksins eins og hann leggur sig;  líka ritarinn Sæunn - þurfa einhverja daga til að éta ofan í sig rullurnar sem þuldar voru til að bakka Halldór upp í sínu einræði.   Af hverju var verið að slátra Kristni kallinum pólitískt ef hann sagði allan tímann satt????   En þetta er Framsókn eftir Halldór - ekki auðvelt að skilja eða vita hvað gerist næst.

Sérstaklega finns mér gaman að rifja upp hvað Hjálmar Árnason ruglaði um eitthvert samráð við utanríkismálanefndina í aðdraganda þess að Ísland slóst í lið með innrásinni í Írak.

Valgerður utanríkis á heldur ekki auðvelt með að kyngja - enda er þetta ekki það sama og Jón formaður sagði í ágúst.  Kannski Valgerður vilji vera við því búin að Jón formaður breyti um stefnu?  Þá er líklega best að vera við öllu búin.