Jafnaðarmenn fá sauðkindina upp á móti sér . . .

. . .með heimskulegum hroka forystunnar.

Að forystumenn Samfylkingarinnar séu svo miklir bjánar að forsmá hinn fámenn hóp sem bændastéttin er - - kann að virka sem smámál fyrir spunameisturum flokksins.     Það hins vegar er algerlega rangt mat . . . .  þetta er stórmál.

Sauðkindin er í liði með bændum og sauðkindin er valdamikli á Íslandi dagsins í dag -  vegna þess hversu náskyld kindinni nútíma íslendingurinn er - við öll.      Við eigum rætur í sveit og mold og við gengum í ullarsokkum - lopapeysu og gúmmískóm - meira og minna öll sem erum á miðjum aldri og eldri.   Kindin er í fjölkyldunni - og bændur eru líka í fjölskyldunni - og njóta samúðar að réttu . . .

Þessi kjánalegi hroki sem smælingjum bændastéttarinnar er sýndur - því að mæta ekki hjá þeim á fundi er líklegur til að hefna sín grimmilega pólitískt.   Ekki síst vegna þess að bændur eru fámennur hópur - - sem á undir högg að sækja.  

Almennir bændur eru auðvitað venjulegt fólk - - en hópur stórbænda varð fórnarlamb fjármálafurstanna  og lenti þannig undir hruninu.

Samfylkingin er í forsæti ríkisstjórnar - - er stærsti þingflokkurinn og á að haga sér eins og sá sem er "stór" . . .

. .  þess í stað fara menn í skítamóralinn - og leggjast lágt og niðurlægja þennan vettvang bændasamtakanna.     Samtök bænda hafa sannarlega hagað sér óskynsamlega og ómálefnalega - í málflutningi sínum og með því að beita ríkis-framfæri allra sinna stjórnkerfa gegn sitjandi ríkisstjórn og ESB-aðildarumsókn.   Allt er það satt og rétt og þarf ekki um að deila.

Hlutverk Samfylkingarinnar er hins vegar ekki að móðgast eins og piparkerling - þótt samtök bænda og einstakir forystumenn hreyfingarinnar og sendlar og blaðamenn hafi rekið málflutning sem ekki er boðlegur.   

Stjórnmálaflokkur sem vill vera stór og vill verðskulda traust og geta látið til sín taka á öllu sviðum - sá flokkur verður að reynast stærri en þeir sem eru "smásálir" og gergeirsbjánar í málflutningi .

. . og forystumenn jafnaðarmanna eiga auðvitað að mæta á fundi hjá bændasamtökunum fullir af sjálfsöryggi, mæta þeim með góðum rökum og hreinskilinni orðræðu - þannig geta forystumenn Samfylkingar jafnaðarmanna unnið trúnað sinnar þjóðar - og þannig geta öflugir talsmenn jafnaðarmanna fengið almenna bændur til að leggja af stað í rökræna greiningu á þeim kostum sem aðild að ESB getur fært atvinnugreininni og öllum almenningi á Íslandi.

Ríkjandi forysta Samfylkingarinnar hagar sér bókstaflega bjánalega - - og er samt vonandi ekki að reyna að endurvekja einhvern heimskulegan hroka frá stríðstímum milli Gylfa þ Gíslasonar og framsóknararms-bændasamtakanna á dögum gömlu Viðreisnarstjórnarinnar.    

(Allt í lagi að benda á að Þess konar fortíðarhyggja steypti gömlu Júgóslavíu í hörmungar borgarastyrjaldar og þjóðernishreinsana.)