Ingibjörg hefur svigrúm

Ingibjörg Sólrún hefur nú tækifæri til frumkvæðis

í stjórnmálaumræðunni.   Við fréttirnar og umfjöllunina skiptir máli að ISG haldi áfram að vera opnská og hreinskilin.    Samfylkinguna vantar fleira trúverðugt fólk í framlínuna - fólk sem er fært um að vinna sér traust sem ráðherrar ólíkra málaflokka.

Nokkrir af þeim þingmönnum sem fengu skýrasta gagnrýni á flokkstjórnarfundinum í Reykjanesbæ hafa hins vegar panikerað.   Allti lagi strákar; róið ykkur nú niður og tökumst á við raunveruleikann.

Þessi orðræða hefur opnað sviðiöð og nú er lag til að skerpa á hugmyndum og lausnum nútímalegs flokks; þriðju leiðar á hinni breiðu miðju og til vinstri.

 Samfylkingin þarf að meitla svörin og koma  á framfæri valkosti við stjórnarstefnuna sem er búin að vera

Nú er líka allt að opnast - upp á gátt. 

Hver vill t.d starfa í ríkisstjórn með Frjálslyndum ef þeir ætla að efna til styrjaldar innan sinna raða  - og ef þeir halda til streitu mannfjandsamlegum viðhorfum; aðgreiningar og rasisma?

Samfylkingin þarf að einbeita sér að því að sækja kjósendur til jafnaðrmannafylgis Sjálfstæðisflokksins og til fyrrum trausts fylgis Framsóknarflokksins.  Sérstaklega eru margir fyrrum fylgismenn félagshyggju og mannvirðingar búnir að gefast upp á Framsókn.

Nú er því tækifæri til sóknar;  til þess þarf að ná samhljómi með aðilum vinnumarkaðrins öðrum fremur

Fólk úr viðskipta- og atvinnulífinu vill sjá heildstæðari hugmyndir og betur útfærð svör en hingað til.  Vill sjá valkost sem tæki yfir gamldags atvinustefnu íhlds og Framsóknar