ICESAVE aldrei aftur

Vonandi er nú lokið einu mesta óþurftarmáli Íslandssögunnar: ICESAVE.

Þessir ræningjareikningar sem opnaðir voru til að svelgja í hít græðginnar  - - í þágu skammsýnna og illa siðaðra manna.   Aukin heldur reyndust ábyrgðarmenn Landsbankans sáluga alls ekki snjallir viðskiptamenn --  - þvert á móti -  þeir virðast hafa verið nær því að vera afglapar og háskagripir í viðskiptum.

Allir sem áttu að huga að hagsmunum almennings brugðust - - trúnaði og trausti.   Þá gildir einu hvort við erum að vísa til einkavina-væðingarinnar 2002 og ráðherranna DO(GHH/H'A/VS  eða þeirra eftirlitsaðila sem unnu í Seðlabanka og Fjármálaeftirliti.

Þetta var allt samfelld óhappasaga:   Davíð Oddson í Seðlabanka að hafa eftirlit og aga á þeim viðskiptalegu villidýrum og háskagripum sem hann sjálfur sleppti lausum - - eða Jón SIgurðsson sérstakur dekurkálfur Samfylkingarinnar í formennsku í fjármálaeftirlitinu. . . . . sem ekki fundaði í FME í margar vikur í aðdraganda hruns - - en plataði reynslulausan ráðherra-dreng með sér í bjánaferðalag til Bretlands til að reyna að fá bresta ráðherra og eftirlitsaðila til að hætta að þvælast fyrir þeim þarna í Landsbanká/ICESAVE brallinu - í ágúst-september 2008.

Svo skelfileg frammistaða SJS og Jóhönnu -  með Gylfa Magnússon og Árna Pál í framsætum - - í aðdraganda samninga við Breta og Hollendinga . . .

 Alls staðar sama hörmungin - - og rangt stöðumat - - allan tímann.

Svavars-samningarnir og allt að   .. . .

.. . . fárið og moldviðrið gegn ÓRG þegar hann neitaði síðan að staðfesta´ICESAVE 2 og 3. . .

upphlaup á upphlaup ofan innanlands - - og gegn þeim sem reyndu að halda uppi málflutnigni á alþjóðavettvangi.

Það sem er síðan alvarlegast af öllu saman er líklega að ráðherrana skorti færni og kjark til að láta til sín taka í samskiptum við kollega sína á alþjóðavettvangi  - - til að halda úti burðugri málafylgju og sanngjarnri kröfugerð á hendur nágrannalöngum og fjölþjóðastofnunum.

Skorti kjark til að mótmæla og hrinda þeirri siðlausu ákvörðun Breta að nýta sér hryðjuverkalaga-álvæði gegn Íslandi - -  þrátt fyrir algert getuleysi íslensku ráðherranna Árna Matt, Geirs og Björgvins til að vita hvað væri um að ræða og leita lausna með Bretum - - -

þrátt fyrir að Davíð Oddsson skyldi meira að segja liggja á því lúalagi að upplýsa ekki um tilboð Mervyn King um aðstoð við að taka niður áhættuna í íslensku bonkunum  - - strax í apríl 2008 - - - í sama mund og Geir HH heimsótti Gordon Brown  - - í Dawningstræti 10 þar sem Brown bauð fram aðstoð við að lágmarka íslensku bankaáhættuna og lysti stuðnigni við umsókn Íslands að ESB (sem GHH vildi síðan afneita að hafa rætt við Brown) . .

Eintóm slysanna slóð - - - þar til í dag.

Þarna vorum við heppin í bókstaflegri  merkingu - - - en megur aldrei storka örlögum okkar gæfu eða heppni nokkru sinni aftur í svo afdrifaríku málu.

 Nóg er nú tjónir af öllu hinu sem Hrunið lagði á þjóð og þegna og mun taka efnahagslífið og gjaldeyrisbúskapinn áratugi að rétta sig af.

Aldrei aftur slíkan áhættulifnað - - slíka fífldirfsku!

Heitum hvert öðru því.