Hvað svo

Vil áfram leggja að mörkum

Í Vikudegi í gær var birt stutt viðtal við undirritaðan þar sem ég staðfesti að ég hef ekki uppi nein áform um að segja mig úr Samfylkingunni.   Þvert á móti er ég á því að ég hafi heilmikið fram að færa fyrir þann málefnagrunn sem Samfylkingin þarf að skilgreina betur og slá eign sinni á; - yfir hina breiðu miðju og til vinstri.

Kannski þurfum við að endurnýja hugtökin um leið.  Jafnaðarmannaflokkur er etv. ekki það sem best lýsir þeim nýja veruleika sem er kominn upp; - eftir að nýfrjálshyggjan hefur runnið sitt skeið að mestu. 

Nú er Friedman t.d. allur og þá er einmitt tilvalið að stíga fastar fram og sækja frumkvæðið.     Glúmur Baldvinsson festir sig í sínu uppleggi í nýliðinu prófkjöri - i hægri og vinstri upp á gamla mátann.    Held að það séu ekki andstæður í sjálfu sér að vilja einmitt nýta drifkraft frjálsa hagkerfisins til að skapa auð og vinnu og þannig tekjugrunn fyrir fólk og skattstofna fyrir opinbera þjónustu.   Þarna þurfum við að hugsa málin svolítið upp á nýtt; í anda New Labour í Bretlandi 1995-1997.    Anthony Giddens og Patrick Dimond og fleiri eru einmitt að gera það í orðræðunni um jafnræðis-ríkið (New Egalitarianism; - sjá Amazon).   Áhugavert dæmi og meira um það á öðrum stað.

Gagnrýni mín á frammistöðu þingflokksins og sérstaklega á taktleysi Össurar og það hvernig hann kemur aftan að sínu eigin fólki hefur vakið áframhaldandi athygli.   Össur hefur haldið að sér höndum með "Njáluskrifin" á sínu bloggsvæði - frá því um helgina.    Vonandi að velviljað fólk hafi brugðist við áskorun mini og leiði honum fyrir sjónir stöðuna - og fái hann til að hugsa sitt ráð og - bæta sitt ráð í framhaldinu.    Úreldingin mundi hjálpa öllum.