Hrun hjá Samfylkingunni á Akureyri og NA-kjördæmi

Upprifjun frá fv. Samfylkingarmanni á Akureyri

Eru töframennirnir  eða „sjónhverfingamenn“ – að missa hæfileika sína?  

Þátttaka og niðurstaða sýnir að áhuginn á flokknum er enginn og virkni flokksmanna bendir til þess að afhroð flokksins sé í vændum.     Það kann svo hins vegar að einhverju leyti velta á því hvort allir hinir flokkarnir og framboði klúðra sínum framboðum líka.

En hvernig hefur þetta verið frá stofnun SF og núverandi kjördæmaskipunar

Prófkjör - - með póstkosningum 2006:

Á flokksskránni voru opinberlega 2834 einstaklingar (um 230 var svo bætt við eftir að skráningarfresti lauk skv. sérstakri ákvörðun kjörstjórnarinnar) - -og alls greiddu 1878 atkvæði: Merkt var við 3 nöfn og atkvæði í pottinum voru því 5634 alls.

Kristján L Möller fékk 1295 atkvæði eða 68,95% greiddra atkvæða. 583 þátttakendur í prófkjörinu settu einhvern annan í 1. sæti. Þetta hlutfall KLM var á sama tíma einungis atkvæði frá 45,7% af heildarfjölda skráðra Samfylkingarfélaga í kjördæminu.

Í kosningum 2006  fékk Samfylkingin síðan einungis 4840 atkvæði í NA kjördæmi. Þetta hlutfall var 20,8% - eða langt, langt undir landsfylgi . . . . . . . Það var endurtekning frá kosningunum 2003 þar sem flokkurinn var einnig með afar slaka útkomu samanborið við stöðuna í öðrum kjördæmum.

Prófkjör í mars 2009

Einungis 2574 kusu í galopnu prófkjöri Samfylkingarinnar:

- - - - rétt 700 fleiri en í lokuðu flokksvali árið 2006. Þetta var gríðarlega mikill ósigur allra sem vildu breytingar - og benti til þess að kjósendur hafi ekki haft  áhuga á að nota flokkinn sem farveg fyrir raunverulega endurnýjun í stjórnmálum.

Staða Kristjáns var þegar þarna var komið miklu slakari en við kosningar 2007.   Þarna fékk hann einungis 45,6% atkvæðanna í 1. sætið (1173) og 1401 kjósandi setti einhvern annan í forystu. Kristján L Möller og pólitík hans réði samt ferðinni - - með nýjum andlitum að hluta. Samfylkingin bauð fram óbreytt og iðrunarlaust andlit ráðherrans úr samstjórninni með Sjálfstæðisflokknum - þess alþingismanns sem fyrir kosningar 2007 var búinn að lýsa vilja sínum til að setjast í stjórn með spillingarliði Frjálshyggjunnar.   Eins og það fór síðan . . . . . . með Hruninu og ráðleysinu öllu.

Þó KLM hafi þarna skipt um meðreiðarsvein – hent Einari Má og Sigmundur Ernir hafi tekið það sæti og þó Logi Már og Jónína Rós hafi smogið inn á milli Helenu og Örlygs þá voru  yfirburðir Kristjáns algerir . . . . og ótvíræðir og hans fólk í öllum öðrum póstum.

Samfylkingin fékk reyndar þrjár þingmenn í kjördæminu 2009 með 22,73% atkvæða (langt undir landsfylgi flokksins), sem skýrist af hinum flóknu reglum varðandi uppbótarþingsæti.

 

Prófkjör (hálflokað) í nóvember 2012

Kristján L. Möller heldur sínu fyrsta sæti, en hann fékk 609 atkvæði af þeim 843 sem greiddu atkvæði í prófkjörinu sem er 72,24%.    Erna Indriðadóttir, sem hefur ekki boðið sig fram áður, lenti í öðru sætinu með 311 atkvæði á bak við sig. Jónína Rós lenti svo í því þriðja og Sigmundur Ernir í því fjórða.

Miðað við skoðanakannanir síðustu mánaða lítur út fyrir að flokkurinn sé í vörn.  Það verður  því að teljast líklegt að Sigmundur og Jónína muni falla af þingi.

Að fenginni niðurstöðu SF í NA-kjördæmi  staðfestist hrun í þátttöku:

Margt hefur auðvitað breyst síðan 2006 og 2009.   Staða ríkisstjórnarinnar er veik gagnvart almenningsálitinu – og sannarlega hefur ömurleg frammistaða í úrvinnslu skuldamála og vandræðagangur í fiskveiðistjórnunarmálunum grafið undan trausti SF.   

Misvísandi vinnubrögð þingmanna flokksins í kjördæminu gagnvart auðlindamálum og rammaáætlun og fleiru hafa greinilega orðið til þess með öðru að staðfesta að það er „engin stemming“ sem liggur með flokknum.

Þátttakan í flokksvali með stuðningsmönnum - - (843) er minna en helmingur af því sem skilaði sér til prófkjörs  með póstkosningu 2006 (1878).   Augljóst að KLM hefur ekki tekið framboð eða möguleika Sigmundar Ernis alvarlega þannig að honum hefur ekki fundist taka því að ræsa sína „einstæðu prófkjörsmaskínu“ nema á hálfum snúningi.   

Rifja má upp að í bæjarstjórnarkosningum 2010 náði Samfylkingin á Akureyri þeim einstæða árangri að komast niður fyrir 10% í kjörfylgi.  

Ekki bendir þátttakan í þessu prófkjöri beinlínis til þess að Akureyringar muni streyma á kjörstað undir vorið 2013 til að kjósa Samfylkinguna.

Hvers vegna ættu þeir líka að gera það?

Gaman væri að geta skýrt þetta hrun í þátttöku  með því að undirritaður Bensi -  hefur yfirgefið þetta „eignarhaldsfélag KLM“ – og gerir ekki lengur tilraunir til að rugga bátum eða trufla það valdabandalag sem pólitísk fjölskylda Kristjáns Möller teiknar upp að eigin vild.