Hleranir og njósnir

Sannleiksnefnd

hvað er næst í hlerunarmálunum?

Ég er alltaf að verða meira og meira undrandi með það sem kemur upp úr kafinu varðandi hleranir og njósnir.   Velti því fyrir mér í framhaldinu hvort ég hafi sjálfur orðið skotspónn slíkra gerða. Minnist þess þegar ég átti í glímu við Davíð Oddson og Jón Steinar á einum tíma - að góðviljaður maður ráðlagði mér og félaga mínum að fara varlega í símtölum og gæta sérstaklega að tölvupóstinum okkar.   Veit núna  að sá maður "vissi eitthvað"  - en hann vissi líklega ekki fyrir víst hvað var í gangi.

Þetta var ekki endilega nein ofsóknarkennd - því það virðist flest benda til þess að þeir sem á annað borð voru að láta hlera hafi algerlega sleppt sér í hlustuninni - og þá veit maður aldrei hversu vítt um völlinn leikurinn fer.   

Þetta ólöglega og ógeðfellda spil hefur greinilega verið keyrt af Sjálfstæðisflokknum  - og það er þess vegna meira en tímabært - fyrir Sjálfstæðisflokkinn að taka þátt í því mikilvæga upplýsingaferli sem þarf að opna fyrir.  "Sannleiksnefnd" - valinkunnra  lögmanna, háskólamanna og velviljaðra manna - þarf að fá umboð til að upplýsa málin - og til þess þarf "Norsku leiðina"  - með lögum sem veita sakaruppgjöf.   Skora ég á Þingmenn úr öllum flokkum að sameinast um slíkt frumvarp - strax í þessarri viku.  Það er ekki eftir neinu að bíða.