Halldór Blöndal rumskaði og Möllerinn líka

Býsna spaugilegt að heyra Halldór Blöndal láta eins og hann hafi alla tíð verið að berjast við að lengja flugbrautina á Akureyri.  Líka spaugilegt að heyra KLM taka málið upp núna.  Hann hefur látið lítið fyrir sér fara í umræðum um samgönguáætlun undanfarin þing og ekki tók hann sterklega undir með mér í prófkjörsbaráttunni.  En batnandi mönnum er alltaf best að........

Já Kristján Þór er farinn að vísa til þess að KEA hafi boðið fram fjármuni til að flýtifjármagna framkvæmdir við Akureyrarflugvöll.   Hann er kominn í framboð til Alþingis - og auðvitað þarf að hann að hrista af sér slyðruorðið....

Fréttin um þetta er reyndar orðin næstum 30 mánaða gömul.  Vísað er í viðtal við AT þáverandi framkvæmdastjóra KEA í Fréttablaðinu.  Hlynur Hallsson varaþingmaður las upp fréttina í Alþingi sl. vetur og Sturla samgöngu var þar þá og aftur... ..... með smáskæting gagnvart okkur norðanmönnum.

 Er í gangi samsæri gegn Akureyri?????   Getur það verið....

Flugdólgar 

Hvernig er þetta annars - er okkar fólk alveg snarvitlaust þegar það kemur um borð í flugvel og byrjar "að fá sér"???  Getur það gengið sem röksemd fyrir því hvort heilt flugfélag lendir á einum stað eða öðrum að einhver kall eða kelling sé "með kjaft við flugfreyjuna"  . .....

ég held varla.  Segið okkur bar hvaða fólk þetta var sem var leiðinlegt þannig að "vinir þeirra geti tekið í lurginn á þeim"....  Voru þetta kannski "Utanbæjarmenn"???  voru þeir kannski í bæjarstjórninni???

Hjörleifur Hallgríms; hvað segir þú um það?