Forsætisráðherra með pálma í höndum


Sigmundur Davíð stendur í báða fætur eftir daginn;

Forsætisráðherra stendur með pálma í höndum eftir daginn í gær og getur haldið sínu striki að því er varðar skuldaniðurfærslu/leiðréttingu í samræmi við fyrirheit sín og samstarfssamning við Sjálfstæðisflokkinn.

Ofsinn og óbilgirnin sem hluti fjölmiðlamanna sýnir í málflutningi og óhróðri er hins vegar algerlega óútskýranlegur – við þessar aðstæður.

Það er ekkert í þessum fasa og skrefi sem þarna er útfært sem kemur á óvart.     Framsóknarflokkurinn lagði upp hlutleysi sitt við myndun minnihluta-ríkisstjórnar SF og VG 2009 m.a. gegn því að unnið yrði að því að færa til baka þann forsendubrest sem verðtryggingin hafði orsakað á lánakjörum almennings.   Framsóknarflokkurinn lagði til 20% niðurfærslu á stökkbreyttu verðtryggðu lánunum í kosningum 2009.

Allt síðasta kjörtímabil stóð slagur almennings við varðhunda verðtryggingarinnar og hina afar sérkennilegu forgangsáherslu ríkisstjórnar Steingríms(Kötu Jak)  og Jóhönnu (Árna Páls) um að endurreisa óbreytt fjármálakerfi af yfirstærð.  Framsóknarflokkurinn hélt áfram sínum málflutningi að þessu leyti og í kosningum 2013 tók flokkurinn ennþá harðari stefnu að því er varðaði afnám verðtryggingarinnar.   Framsóknarflokkurinn gekk útfrá því að sækja fjármagn til niðurfærslunnar í greipar kröfuhafa föllnu bankanna -  þeirra banka sem skópu Hrunið -  og þar sem enn voru að finna leifar af bóluhagnaði þenslutímans.

Dögun hafði afgerandi stefnu í svipuðum anda  -  var reyndar stofnuð utan um þessi mál – ásamt fáeinum öðrum. Hagsmunasamtök heimilanna voru á þessarri línu – með mismunandi og flóknum blæbrigðum og kannanir bentu til að þorri landsmanna styddi almennar leiðréttingar lána.

Árangur Framsóknar  í kosningum 2013 er af mörgum einkum tengdur þessum áherslum  - og í þeim anda varð þetta forgangsmál við stjórnarmyndun sem Sjálfstæðisflokkurinn féllst í meginatriðum á.    Niðurstaðan varð - að fengnu undirbúnu áliti sérfræðinga – að stefnt var á að skala niður leiðréttingarþáttinn (að kröfu Sjálfstæðisflokksins) og taka inn beinan stuðning úr ríkissjóði með því að einstaklingum væri  heimilað að ráðstafa séreignarsparnaði sínum skattfrjálst inn á höfuðstól verðtryggðra lána.

 

Það má hins vegar gagnrýna Framsóknarflokkinn fyrir að hleypa Pétri Blöndal og Villa verðtryggingu í málið – undir leiðsögn Tryggva Þórs Herbertssonar  - -  og leyfa þeim að tálga utan af planinu og neita t.d. öllum almennum búsetum í húsnæðissamvinnufélögunum um leiðréttingu eins og öðrum sem rétt áttu á vaxtabótum – og hleypa þannig þekktri kreddu og illvilja Péturs í garð rekstrarforms samvinnufélaga í lykilstöðu.   Þarna varð ákveðinn brestur í samstarfi Sigmundar og Bjarna sem veldur forsætisráðherra tjóni og Framsóknarþingmönnum vandræðum.  Þeim er því sérstaklega mikið í mun að geta staðið við fyrirheit um sambærilega leiðréttingu og léttingu á greiðslubyrði til handa búsetum húsnæðissamvinnufélaganna -  og leigjendum í íbúðum aldraðra og öryrkja og stúdentaíbúðum sem eru orðnar alltof hátt veðsettar með verðtryggðum okurvöxtum.

 

Hvers vegna illskan og ofsinn gegn leiðréttingu lána og afnámi verðtryggingar -  í fjölmiðlum og í hagsmunahópum?

Frá Hruni og nánasta aðdraganda þess barðist fjöldi fólks fyrir því að stjórnvöld beittu tiltækum úrræðum til að koma í veg fyrir að hrun bankakerfisins og helmingun gjaldmiðilsins mundi ekki látin flytja stóran hluta tjónsins og afleiðinga þess  með sjálfvirkum hætti inn í fjárhag almennings og fyriritækjanna í landinu

Sá hópur fólks sem hefur um langa tíma kveinkað sér undan sjálfvirku oki verðtryggingarinnar og varað við þeim háska sem fjárhag fjölskyldnanna stafar af kostnaðartengdri verðtryggingu og hvernig hún vinnur öndvert öllu réttlæti og sjálfbærni sá hópur hefur loksins fengið svar við sínu ákalli.

 

„Forsendubresturinn“ er EKKI verðbreytingar á húsnæði – heldur margföldun á höfuðstól lána miðað við markaðsverð eigna annars vegar og greiðslugetu hins vegar.   Hvað sem líður verðhækkun húsnæðis á markaðssvæðum -  þá nær slík verðhækkun almennt ekki að bæta hag almennings og hækkanir ná alls ekki til landsbyggðar (utan etv. Akureyrar) – en á jaðarsvæðum Höfuðborgar og í dreifbýlinu hefur greiðslubyrði verðtryggðu lánanna vissulega stökkbreyst  - og almenningur situr enn með kjararýrnun sem ekkert er að ganga til baka um sinn – og Seðlabankinn hótar.

Raungreiðslubyrði verðtryggðra lána -   og allra þannig skuldsettra hefur samfara kjararýrnum  -  ennþá aukið lífsgæðabilið á milli þeirra sem eru skuldlausir eignamenn og hinna sem eru neyddir til að taka lán fyrir húsnæði eða leigja á þöndum markaði.

Og svo rugla nokkrir álitsgjafar og fjölmiðlamenn - -  eins og það séu helgispjöll að seilast eftir því að taka niður ávinning kröfuhafa og hrægamma – í þrotabúum og útvíkka skatta á fjármálafyrirtækin – til þess að skila til baka óréttlátum verðbótareikningi – á lánum almennings.

Galið er það að ASÍ -  og svokallaðir vinstri flokkar --  skuli verja fjármálakerfið og yfirgang og okur þess -- - -  en hvergi standa með réttarbótum fyrir almúgann.

Galið er að Árni Páll komist upp með að belgja sig út  - með skröki um að almenna leiðréttingin sem nú gengur í gegn gagnist sérstaklega tekjuhærra fólki -  þegar staðreyndin er að það er 4ra milljóna hámark á leiðréttingunni – og sjálfur stóð hann einkum að því að stýra öllu svigrúmi fjármálafyrirtækjanna til hinna ofurskuldsettu dekurkálfa bankanna -  sem voru skuldsettir upp fyrir haus og tóku til sín stærstu sneiðar af 110% LEIÐINNI.

Galið er að flokksbroddar og fjárfestar - -  eða spekúlantar – skuli hafa sótt um leiðréttingu og fengið samþykkta og þykist síðan vilja beina peningum eitthvað allt annað  eða „geti bara ekki annað en tekið við peningunum“ . . . og fjölmiðlarnir gelta með og lepja upp slíkan siðferðishalla án athugasemda

Grátlegt er að verða vitni að því að ábyrgðarmenn verðtryggingarinnar  - -  og þeir sem bókstaflega bera stærsta ábyrgð á að stökkbbreytingu lána var handstýrt inn í  persónulegan fjárhag almennings með því að FRYSTA EKKI vísitölur lánasamninga í gegn um Hrunið -  þ.e. fólk eins og Gylfi Arnbjörnsson og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir – skuli nú hafa allt á hornum sér varðandi þessa almennu leiðréttingu – og Sigríður jafnvel halda því fram að hún vilji afnema verðtryggingu eða leiðrétta námslánin  . . . . og enginn fjölmiðill lætur þau mæta sínum eigin gjörðum og hörmulegri ráðgjöf við „vesalings Jóhönnu Sigurðardóttur sem kallaði þau sér til bjargar“ . . . . í október og nóvember 2008.

 

Og þannig er það nú að Sigmar Guðmundsson gengur úr öllum ham  - af því að forsætisráðherra svarar með rökum og útskýringum í Kastljósi -  en fellst ekki á fullyrðingabull og skrumkennda útúrsnúninga þáttastjórnandans.     Sigmar missti sig reyndar alveg í þeim hroka að „hann stjórni jú þættinum“ - -  en einmitt hann stjórnar jú þættinum og hefur þar með lykilskyldur gagnvart okkur öllum  varðandi hlutlæga og vandaða þáttastjórnun – í Ríkisútvarpi allra landsmanna.   Útvarpið allra landsmanna verður jú að viðurkenna að það þarf að sinna og virða jafnræði sjónarmiða  -  og getur ekki farið fram með ruddalegum yfirgangi og hlutdrægum útúrsnúningum eins og því miður virtist liggja við í framgöngu SG þarna í gærkvöldi.

Annar undarlegur vinkill í fjölmiðlun þessa dagana er síbyljan og offorsið sem Þórður Snær og félagar hans á Kjarnanum hafa í frami gegn skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar – og gegn því að verðtryggingu verði settar skorður.     Slagsíðan í umfjöllun þeirra félaga gagnvart þessu málefni spillir mjög fyrir því að miðillinn verði tekinn alvarlega og byggi upp traust - - og standi þannig undir þeirri áskorun sem ég trúi að þeir aðstandendur hafi raunverulega viljað mæta -  að verða trúverðugur og hlutlægur fréttamiðill.  Ekki bætti það nú úr skák að nýr stjórnarformaður Hjálmar Gíslason næstum sleppti sér í fjölmiðlum dagsins vegna þessarrar leiðréttingar-  sem hann jú sótti um og kveinar svo undan að geta ekki nýtt sér - -  en hann er auðvitað í þeim vanda sem nýinnleystur söluhagnaður leggur á hann að hann „þarf auðvitað ekki á þessum peningum að halda“ . . . 

Skrifað 11.11.2014