Flopp eða ekki flopp; tilbrigði um uppgjör að loknu prófkjöri

Að loknum flestum prófkjörum Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins

Hér á síðunni hef ég birt nokkurs konar uppgjör - við prófkjörið og þá reynslu sem ég hafði af því.  

Einnig mun ég glíma við það að skilgreina þann vanda sem ég sé að Samfylkingin stendur frammi fyrir; á Akureyri og í NA-kjördæmi og ég mun líka skoða málefni flokksins og forystunnar í höndum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.

Þetta uppgjör hefur þegar vakið nokkra athygli - og Egill Helgason tengir mig við sína síðu.  Ég ætla að halda áfram með málið - af því að það reynist eiga erindi við fjölda Samfylkingarmanna - sem vilja efla flokkinn og láta drauminn um virkilega stóran jafnaðarmannaflokk verða að veruleika.    Flokkseigendur og klíkuvinir eru ekki þinglýstir handhafar jafnaðarmennsku og stjórnmála af hinni breiðu miðju og til vinstri;  - þar sem Samfylkingin þarf að fóta sig betur til að fá aðgang að ríkisvaldinu.

Valmyndin til vinstri birtir uppgjörið í bútum:  Flopp eða ekki flopp og mögulegt er að nálgast uppgjörið í heild á Pdf-sniði hér undir