Flokksstjórnarfundurinn í Reykjanesbæ

Ég er ekki alveg búinn að jafna mig á fundinum í gær

var reyndar búinn að fá geysilega margar staðfestingar á því að Samfylkingarfólk var upp til hópa sammála gagnrýni minni - sem ég birti í "langhundinum" og kom á framfæri í Silfri Egils fyrir tveimur vikum.    Gerði mér hins vegar alls ekki grein fyrir  því að framlínufólkið - sem mætir á fund flokksstjórnar Samfylkingarinnar - væri 75-80% á þessarri sömu skoðun.

Það var staðfest skýrt og greinilega á fundinum að þingflokkurinn var krafinn um að hlusta á flokksmenn og kjósendur - og formaður þingflokksins sérstaklega - fékk ofanígjöf.

Meira um málið á morgun; þegar ég verð búinn að átta mig betur á því hversu sterk viðbrögðin hafa verið - og hversu samhljóma.

Ingibjörg fær skýran stuðning - og það er jákvætt fyrir Samfylkinguna og fyrir stjórnmálin framundan;  líka fyrir þá endurnýjun samfélagsins sem eftirspurn er eftir.

Gaman að geta lagt að mörkum - þrátt fyrir allt!!