Fátæk börn - Frjálshyggjan og við

Næstum 5000 fátæk börn á Íslandi

Þetta er allt of mikið og ekkert gert skipulega til að takast á við þetta.   Það er ekki nóg að "hafa samúð" með þeim sem búa við skort eins og frjálshyggjumenn eru líklegir til að segjast hafa.´

Endurnýjuð stefna hinnar breiðu miðju og til vinstri tekst á við þennan veruleika með því að gefa svör.  Samfylkingin hlýtur að vilja sjá:

  • hækkuð skattleysismörk allra upp í 120-130 þúsund  - eða sem jafngildir verðmæti þessarra marka árin 1990-1995
  • barnabætur - sem framlag til allra barna jafnt - sem þá gæti verið rökrétt að skattleggja eins og aðrar tekjur
  • afnám virðisaukaskatts á barnavörur (fatnað og bleijur!!)

Aðgerðir þurfa að koma til framkvæmda strax - og fyrir jól.

Skólamáltíðir fyrir öll börn - sem hluti af skóladeginum

er hiklaust skynsamleg aðgerð;  (mætti telja fram sem hlunnindi hjá foreldrum).  Mundi skila sér í bættum árangri allra barna

Þetta væri dæmi um fjárfestingu í framtíð barnanna - og  þá um leið fjárfesting til framtíðar í því að fleiri verði virkir þegnar

og færir um að leggja að mörkum til hagvaxtar og velsældar samfélagsins til lengri tíma.

Þetta er ekki bara kostnaður - .....

 Verðugt að taka þetta upp einmitt núna þegar Friedman er allur - ("There is no such thing as a free lunch!!!!")

Ísland verður talsvert lengi að jafna sig eftir frjálshyggju-bröltið sem gengið hefur lengra hér heldur en jafnvel í Bretlandi og á Nýja Sjálandi - með versnandi þjónustu hins opinbera og aukinni mismunun þegnanna.

Samfylkingin þarf að kveða hinn ýktasta hluta af arfi Friedmans í kútinn - og tryggja velferð fjölskyldnanna.  Það verður best gert með því að beita sanngjarnri skattastefnu - með framtíðarsýn hins nýja efnahagskerfis þekkingar og sérhæfðrar þjónustu að leiðarljósi.