Egill -

 

Egill Helgason hefur tekið að sér að verða

vöndur réttlætisins og hinn skarpi rýnir.

Hittir í mark með vaxandi þunga - sunnudag eftir sunnudag.

Vildi að forysta Samfylkingarinnar og reyndar fleiri stjórnarandstöðuflokka og hagsmunasamtaka væri svon snörp.

Nú er tími til kominn.

Hvar eru forystumenn launþega - ASÍ og BSRB og BHM?    Hvernig vinna þau og hvað leggja þau upp í okkar þágu?

Vaxtaokur - græðgi - "STÓRKAPÍTALIÐ" er á fullu við að móta vitund okkar.

"Kapítalið er ekki þjóðhollt" -  sagði Egill.   Kannski þurfum við ekki nein hörkutök til að temja þá nýríku.  En við þurfum að leggja upp breyttar viðmiðanir.

Innleiðum réttlætisviðmiðanir

sem venjulegt fólk getur staðið að og bakkað upp.   

  • hækkum skattleysismörkin
  • leggjum niður tekjutengingu bóta og lífeyris
  • leggjum niður skatta á barnavörum
  • förum út úr verðtryggðu pappírskrónunni - og veitum venjulegu fólki aðgang að Evrópuvöxtum á húsnæðislánum
  • jöfnum skattbyrði fjármagnstekna og launatekna
  • hvetjum fyrirtækin til að leggja að mörkum til lista, menningar, íþrótta og sjálfboðastarfs í samfélagssviðinu

Hér á síðunni minni geta menn lesið

þá kröfu um mótun nýrrar atvinnustefnu sem ég og fjöldi félagshyggjufólks hefur mælt fyrir.

  • hægjum niður stóriðjuna - og kælum hagkerfið
  • setjum nýsköpun og hvetjandi aðgerðir í fulla fúnksjón

Né þarf Samfylkingin að útfæra stefnu í menntamálum og rannsóknum

  • fjárfesta í stórlega hækkuðu menntunarstigi þjíðarinnar - með því að efla starf allra skólastiga
  • Vísindagarðar og þróuð rannsóknarsetur - eru öflugustu tæki til þekkingaryfirfærslu - í kring um háskóla um land allt

Hér get ég lagt að mörkum

eins og fjöldinn allur af því fólki sem hefur tekið þátt í starfi Framtíðarlandsins

Við verðskuldum tækifæri til að komast að við að móta málflutning og áherslur Samfylkingarinnar

Samfylkingin er að hressast á landsvísu - en ekki í NA-kjördæmi

Kristján Möller og Einar Már geta ekki orðið trúverðugir málsvarar nýrrar og breyttrar stefnu - án þess að þeir fari í snarpan og heiðarlegan IÐRUNARFASA

Ég get heldur ekki bakkað þá upp - ekki lýst við þá stuðningi - nema eiga það á hættu verða algerlega ótrúverðugur sjálfur.

Einar Már er sennilega ekki endilega öruggur um þingsætið og þriðjasætið er ekkert  að verða þingsæti.  

Skiljanlegt að mínu mati  - þar sem flokkurinn þekkti ekki sinn vitjunartíma - og stillti upp "sömu gömlu súpunni" - þar sem "jaðarsjónarmið" halda áfram að hljóma algerlega falskt.

IÐRUNAR-KRAFAN hlýtur að verða borin fram af fullum krafti og frambjóðendur Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi verða að svara henni - annars eru þingsætin fokin í veðrið.

Bæjarpólitíkin á Akureyri

er hins vegar í þeim fasa að ég er staðráðinn í að reyna að leggja þar að mörkum - með eins miklu afli og ég á kost á.   Þar er Samfylkingin þannig orðin undir að allir bæjarbúar verða að leggja sig fram til að færa hlutina til betri vegar.

SKipulagsmálin, skólamálin og atvinnumálin - og svo náttúrlega skelfingarnar í kring um Sundlaugina og íþróttamálin í heild.

Allir góðir bæjarbúar þurfa að koma til liðs  - og efla samstöðu um skynsamlegar lausnir  - og hverfa frá spillingartengdri fyrirgreiðslu.

 Norðurvegur -  í hættu vegna mistaka og skorts á samráði?

Hér þarf stjórn KEA sennilega að taka í tauma og draga í land með þessa reginfirru að ætla að taka þátt í að reka veginn til framtíðar á hagnaðarforsendum.  Þetta ögrar hógværu fólki á öllum örmum stjórnmálanna - og þarf að slá út af borðinu strax.  Annars er verkefnið í hættu.

Hér þarf að efla hógvært samráð og undirbúning - með engum yfirgangi.

Áfram Ingibjörg -

og taktu skarpar á stefnumótun og útfærðu lausnir.  Flottur vinkill um nýsköpun - sem þarf að fylgja eftir með stefnu í menntun og uppbyggingu umhverfis í vísindagörðum og þekkingaryfirfærslu.

Íþróttir og listir - og árangursmiðuð tómstund - inn í skólana

- inn í stundaskrá barnanna og inn í vinnudaginn.

Þannig fjölgar þeim sem fá tækifæri til árangurs - afreksmönnum fjölgar og lífsgæði aukast

Börn fátækra foreldra fá aukin tækifæri - með því að fella niður æfingagjöldin - og gera fagmenn í þjáldun að starfsmönnum skólakerfisins.   Mundi minnka verulega fúsk og háska sem stafar af ótímabæru álagi og meiðslum í íþróttum ungra.

Svo þetta skelfilega rugl sem tengist fæðubótarefnum og notkun stera og fleiri vafasamra efna - í kring um lyftingar og líkamsræktar-umhverfið hjá fúskurum.  Slíkt er ekki fyrir börn.

Krafana var á dagskránni í sveitarstjórnarkosningunum sl. vor.   Nú þarf að taka hana upp sem verkefni  - allrar þjóðarinnar

Íþróttastarfið - inn í skóla - fyrir öll börn upp í 18 ára aldurinn.

Björn Ingi tók ákveðna áhættu - hann hefur frumkvæði sem Samfylkingin og aðrir félagshyggjuflokkar eiga að ganga inn í. 

Þarna get ég lagt lið