Bjartari tíð

 

Gulnaðar aspir í morgunsól

- - stinga í stúf

- og fjöllin fannhvít með gráum taumum

vitna um hret og hríð og gos

- - -

Óskandi að sumarið láti ekki slá sig út af laginu

- einu sinni enn

Það væri líka ástæðulaust - í svona góðu veðri