bensi.is gengur í endurnýjun lífdaganna

Bensi 2018
Bensi 2018

Hér var undirritaður  búinn að fabúlera ýmislegt frá árinu 2006  -  eða með öðrum orðum frá því að Bensa datt í hug að það væri eftirspurn efti kröftum hans til að bera uppi róttæka pólitík og umbætur á vettvangi Samfylkingarinnar.

Svo fjaraði þetta út -  og Fésbókin tók yfir mestu tjáningarþörfina hjá kallinum -  og eftirspurnin hefur virkilega verið í lágmarki.

 

Nú verður kannski breyting á - og sá gamli hyggst nú uppfæra vefinn og byrja að tjá sig um leið og hann verður eitthvað skárri af flensunni.

 

Sjáum til hverju fram vindur

 

Gleðleg jól kæru vinir

 

Bensi