Bensi segir

Öll rök hníga að því að rýrnun á kjörum almennings og veiking velferðarríkisins sem Sjálfstæðisflokkur Engeyinga og annarra aflandsbraskara hefur náð fram á síðustu 25 árum hefði einungis orðið möguleg með því að verkalýðshreyfingin gekk í lið með fjármagnsöflunum.

Það gerðist ekki síst  undir leiðsögn "hagfræðinganna" sem ráðnir voru til lykilverkefna í framlínu ASÍ og þeirra meðhjálpara sem gengu fjármálavæðingunni á hönd.      Hugmyndin um að vöxtur og viðgangur lífeyrissjóðanna - sem fjárfesta í umboði launþega - fjárfesta sem krefðust hæstu ávöxtunar á öllum sviðum -  er í raun dýrðaróður fyrir braski og fjármálabrölti "undir yfirskini almannahagsmuna;"

Þótt almenningi blöskri sannarlega sukk og óráðssía hjá forstjórum og sjóðstjórum lífeyrissjóðanna þá er það villusýn að hægt verði að gera sér-íslenska lífeyrissjóðakerfið  sjálfbært og hagkvæmt með því að uppræta meinta spillingu.      Það eru augljós Ponzi-einkenni á íslenska kerfinu þar sem sífelld hækkun á iðgjöldum og harðdrægari ávöxtunarkröfur eru notaðar til að svelgja saman fjármuni frá almenningi -  upp á loforð um afar óvissar lífeyrisgreiðslur löngu, löngu seinna . . . 

Eitt stærsta tækifæri til að bæta kjör almennings án þess að raska jafnvægi í launagreiðslukerfi atvinnulífsins felst í því að skera niður lífeyrissjðoðakerfið -  lækka skyldugreiðslur um amk. helming (í 7-8% af launaveltu) - - og færa launþegum þau 7-8% sem þannig sparast sem beinar launahækkanir -  og etv. að hluta í formi skattfrjálsra séreignar á húsnæðisreikning.

Um leið og lífeyrissjóðakerfinu verður þá umbreytt í gegnumstreymiskerfi þar sem vinnandi fólkið stendur beint undir greiddum lífeyri á hverjum tíma - þá skapast svigrúm til að gera verulegar umbætur á fjármögnun hagkvæms íbúðarhúsnæðis fyrir almenning.

Meira um það næst.

3.janúar 2019