Benedikt á flokksstjórnarfund SF

Flokksstjórnarfundur á morgun laugardag 2. des.

og ég hef fengið ítrekaða áskorun um að mæta í Reykjanesbæinn.  

Lít á þessa stöðu sem upp er komin hér á Norðurlandi og í mínu nánasta umhverfi bæði sem ögrun og sem tækifæri til að hreyfa málin og færa til betri vegar.

 

Kannski ég geti lært og hlustað

og "opnað vitund mína gagnvart leiðsögn flokksins" - þannig að þetta verði eins og í gamladaga; - þar sem þeir einir tjáðu sig sem fengið höfðu til þess leyfi foringjanna.

Annars áhugavert að lesa í bók Margrétar Frímannssdóttur - um það hvernig strákarnir í Alþýðubandalaginu reyndu að halda henni á "hliðarlínunni" og torvelduðu henni að láta til sín taka með fullum þunga.   Mér sýnist þingflokkur Samfylkingarinna svolítið í sama fari -  - er ekki enn farinn að hlusta á flokksmenn og fastur í gömlum tíma.

Spennandi að heyra og sjá.