Allt opnast upp á gátt þegar Jón Gnarr stígur út

 

Allt opnast upp á gátt  -  en verður kannski aldrei eins og í gamla daga

Fléttan er byrjuð að koma í ljós.  Jón Gnarr stígur upp frá gjörningnum Borgarstjóri í Reykjavík . . . og Björt framtíð hyggst hasla sér völl á vettvangi sveitarstjórna sem hefðbundinn stjórnmálaflokkur.   

Engin vísbending er samt sem áður um að lýðræði verði innleitt í starfi BF - - enda alveg laust við slíkt.    BF er klárlega „klíka í kring um Guðmund Steingrímsson og Heiðu Kristínu“ – og nokka skemmtikrafta.    Ekkert lýðræði við val á framboðslista – og ekkert sýnilegt lýðræði við stefnumótun.   Óttarr Proppé er horfinn úr borgarmálunum líka - - - og Einar Örn og Kalli Sig hafa verið frekar litlausir upp á síðkastið . . . . Heiða Kristín segist ekki vera leið í framboð.

Er þetta þá gott eða vont?

Það er klárlega erfitt að segja og þess vegna bókstaflega allt opið.     Klárlega mun það velta á því hvort BF fær til liðs við sig öfluga og helst dálítið „óútreiknanlega“ frambjóðendur.   Eftir þessa vendingu er engin skýr leiðtogaímynd á vettvangi og ekkert „pönkað consept“ til að róta við kjósendum -  tæplega nokkur yfirlýsing fólgin í því að kjósa BF í hinum eða þessum sveitarfélögum.

Fljótt á litið kann því að vera hér rými fyrir málefnahreyfingar  - og einstaklingsframtak á tilviljanakenndum forsendum í einstökum sveitarfélögum.    Þetta rými kemur kannski á besta tíma fyrir Dögun sem boðað hefur til aukaaðalfundar/landsfundar þar sem rætt verður um það og vonandi teknar ákvarðanir með hvaða hætti Dögun lætir til sín taka á vettvangi sveitarstjórna.

Klíkustjórnmál Besta flokksins og Jóns Gnarr voru í eðli sínu eflaust keimlík gömlu hefðbundnu klíkustjórnmálum fjórflokksins.   Munurinn hins vegar sá að það voru nýir einstaklingar  -  sumir langt utan við gömlu valdablokkirnar – sem hafa uppskorið og hirt hagsmuni af þessum klíkustjórnmálum.  Hins vegar þykir mér á margan hátt sorglegt að upplifa að gamaldags valdbeitingar-pólitík réði ríkjum varðandi skipulag og starfsemi skóla og fleiri þjónustustofnana.   Engar eðlisbreytingar hafa verið gerðar á aðgengi að þjónustu -  og lýðræði hefur látið undan síga td. Í tengslum við gerræðislegar og illa rökstuddar sameiningar skóla í borginni.   Tilraunir til að breyta skipulagsmálum og húsnæðismálum eru klárlega í jákvæða átt -  en ekki sérlega kjarkmiklar né róttækar . . . og ef ég les rétt þá eru þær alls ekki runnar undan rifjum Jóns Gnarr eða hans handgengnum.

ÞAÐ ER ÓVENJULEGT OG EINSTAKT AÐ TILTÖLULEGA NÝR ODDVITI SEM NÝTUR FYLGIS OG VELGEGNI SKULI STÍGA UPP ÁN HNEYKSLISMÁLA EÐA PERSÓNULEGRA ERFIÐLEIKA.  Fyrir það er Jón að skrifa sögu ... . .

Hvað sem þessum magnaða leik Jóns Gnarr líður þá er að skapast áhugaverð staða og spennandi fyrir okkur áhugafólk og aktívista  að spá og spjalla.

Kannski er Dögun einmitt á réttum tíma með sinn landsfund - - - - ?