Fréttir

Vegna Úkraínu: Bensi reynir að endurmeta afstöðu sína

Frá barnæsku hef ég haft skömm á stríðsrekstri og yfirgangi - bæði vegna þeirra sem slíkt stunda og ekki síður vegna hinna sem fyrir slíku verða. NATÓ og heimsvaldastefna USA var eitur í mínum beinum og er að mörgu leyti enn - og sá ótti sem forsetatíð Trumps í Bandaríkjunum vakti mörgum er ekki að fullu að baki enn þótt nú sitji Biden í forsetastólnum. Börn og fjölskyldur - afar og ömmur og alsaklausir eru sprengdir til dauða, slasaðir og hraktir frá heimilum sínum í Úkraínu. Nú erum við hins vegar á nýjum stað og getum ekki leyft okkur ábyrgðarleysi og einhvers konar siðferðilegt frí með því að taka ekki skýra afstöðu gegn árásarstríði Pútíns.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson (Mummi) eyðilagður

Fyrrverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins - undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur – sat í fjögur ár. Við stofnun spáði Bensi heldur illa fyrir stjórninni - og ekki síst pólitískri þróun forsætisráðherra - sem er eiginlega furðulegri en lygasaga eins og enn er að koma í ljós. Hins vegar var það þá býsna snjallt að kippa Guðmundi Inga (Mumma) inn í umhverfisráðuneytið á grundvelli þekkingar hans og starfa að umhverfismálum - og taka hann þannig framfyrir þáverandi og nýkjörna þingmenn VG.

Sósíalistaflokkur Íslands með raunhæfa húsnæðisstefnu - einn flokka

Eina stjórnmálaaflið sem hefur sett fram metnaðarfull markmið í húsnæðismálum er Sósíalistaflokkurinn: Bygging 30 þúsund íbúða á næstu 10 árum er bæði raunsæ og þörf hugmynd - en meirihluta þeirra íbúða þarf að leggja grunn að á næstu 3-5 árum til að vinna inn í þann skort sem er raunverulegur. Neytendarekin húsnæðissamvinnufélög og sjálfseignarfélög sem rekin eru sjálfbær og án hagnaðarsjónarmiða geta hiklaust orðið lykill að langtímalausn – með virku samstarfi við sveitarfélögin og launþegafélög - og með styðjandi lagaramma ALþingis. Það er gríðarlega áríðandi að hin nýja forysta launþega - forysta ASÍ og endurnýjuð forysta opinberra starfsmanna – leggist á eitt með hagsmunum félagsmanna sinna. Það er einnig áríðandi að BHM og Kennarasambandið viðurkenni að húsnæðisöryggi er kjaramál – líka þeirra sem glíma við námslánabyrðina eins og henni hefur verið hlaðið á flestar menntastéttir landsins. Á mesta uppbyggingarskeiði áranna frá 1950 fólst hrein bylting fyrir margar fjölskyldur opinberra starfsmanna sem komu yfir sig öruggu húsnæði í byggingarsamvinnufélögum undir verndarvæng stéttarfélaga sinna. Það er bókstaflega þjóðarnauðsyn að neytendavæða íbúðabyggingar og rekstur húsnæðis fyrir fjölskylduþarfir og hemja gróðasókn spákaupmanna og siðleysi fjármálakerfisins.

Orkupakkar og afbökuð orðræða

Og því er grímulaust logið að fólki að O3 krefjist einkavæðingar Landsvirkjunar - og að Brussel banni okkur að niðurgreiða rafmagn til húsahitunar á "köldum svæðum" . .

Ríkisstjórnin spyr rangra spurninga; og svörin verða eftir því

Nú er komið í ljós að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa afhjúpað að það var engin viðbragðsáætlun til að koma í veg fyrir það högg í efnahag landsmanna sem fall WOW hefur í för með sér. Það er eðlilegt að virkja "viðbragðsáætlanir" gagnvart ófyrirsjáanlegum náttúruhamförum - og alveg sérstaklega ef ekki var hægt að spá fyrir um þær. Það er hins vegar allt annað mál með rekstrarstöðvun WOW sem var búið að hafa sýnilegan aðdraganda í meira en 8 mánuði - - og vera í öllum fjölmiðlum í meira en 6 mánuði.

Klausturfokk: afsögn 6 þingmanna hlýtur að vera á næsta leyti

Vaðlaheiðargöng - veii!

Héraðshátið Þingeyinga og Eyfirðinga með gleðibragði allra Austlendinga

Bensi segir

. . að hin nýja verkalýðshreyfing sé það hreyfiafl sem skort hefur í samfélagsþróun síðustu 25 ára.

Bensi segir

allt gott.

Gleðileg jól kæru vinir